UK Markets closed

Festi hf. - Sala á 4 fasteignum til Reita

·1-min read

Festi hf. hefur samþykkt kauptilboð frá Reitum hf. í fjórar fasteignir félagsins:

  • Austurvegur 1-5, Selfossi (50% eignarhlutur)

  • Dalbraut 1, Akranesi

  • Háholt 13-15, Mosfellsbæ

  • Hafnargata 2, Reyðarfirði

Salan er hluti af stefnu félagsins um sölu fasteigna þar sem eigin starfsemi félagins er undir ákveðnu hlutfalli í viðkomandi eign. Samhliða sölunni mun Krónan framlengja leigusamninga sína til 15 ára og leggur áherslu á að salan mun engin áhrif hafa á rekstur Krónunnar á þessum stöðum. Salan er háð samþykki opinberra aðila og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Söluverð fasteignanna er 4.150 m.kr. og áætlaður söluhagnaður er 997 m.kr.


Nánari upplýsingar veitir Eggert Kristófersson, forstjóri, (eggert@festi.is) og Magnús Kr. Ingason, fjármálastjóri, (mki@festi.is)